3 ára springer vantar heimili Hæ hæ

Ég heiti Emil og ég er ROSALEGA sætur springer spaniel! Ég er 3 ára, ljúfur, barngóður og rólegur! Ég er brúnn, hvítur og svartur að lit með síðann fallegann feld og ljósbrún augu og finnst rosalega þægilegt að láta klappa mér og knúsa sérstaklega á bak við eyrun!

Mamma mín og pabbi þurfa að láta mig á annað heimili. Þau geta ekki haft mig því mér og hvolpnum semur svo illa! Mér finnst svaka gaman að vera úti og er rosalega góður í bíl. Mér finnst samt notalegast að kúra bara með foreldrum mínum og láta klappa mér, ég er svo rólegur hundur!

Ég er ágætur í taum og mér semur alveg rosalega vel við aðra hunda á hundasvæðum, er ekki hrifinn af þeim ef þeir búa með mér og ég elska börn. Það er ekki til grimmd í mér og mér þykir afskaplega vænt um alla og það fer voðalega lítið fyrir mér…Mig langar bara í einhvern sem nennir að knúsa mig mikið, greiða fallega feldinn minn, kaupa gott fóður fyrir mig og vera sem mest með mig! ég þarf ekki meira, ég er alls ekki heimtufrekur!

Sendið e-mail á mömmu krissa4@hotmail.com

Með von um að einhvern langi í mig

Kveðja

Emil
Kveðja