Halló
Er ekki einhver sem getur hjálpað mér aðeins með tíkina mína.

Ég er með 8 mánaða Border colle en hún á smá vandamál að stríða,við fengum hana fyrir 1 mánuði síðan. Það er þegar einhver kemur í heimsókn til okkar þá mígur hún á gólfið það er sama hver það er við eða ókunnir. Ég er að verða þreytt á þessu. Hún veit allveg upp á sig skömmina því hún fer alltaf fram og skammast sín þótt við vorum ekki að skamma hana. Hvað er hægt að gera við svona, er búin að tala við dýralæknir og hann sagði bara (er hún svona stressuð greyið.) Hún er ekki neitt stressuð hún er bara svo glöð að sjá alla að hún ræður ekki við sig úr gleði og pissar á golfið.