Hún Saga mín er 5 ára gamall cavalier king charles spaniel og hún er algjört krútt. Við keyptum hana í Svíþjóð hjá konu sem átti helling af hundum og líka kattarfjölskydu. Þetta var auðvitað ekki vandamál af því að stóru hundarnir voru vanir þeim og hvolparnir vinguðust við þá. Það voru allmargir hvolpar þarna (hún var bara með cavalier hvolpa) og Saga var sá fyrsti til að koma til okkar, en svo kom bróðir hennar og stökk upp í fangið á mér, en við völdum samt Sögu af því að við ætluðum að fá okkur tík en ekki rakka. Við áttum stóran garð úti í svíþjóð svo að það var ekki erfitt að húsvenja hana. Það var stór labrador sem nágrannar okkar áttu, hann trítlaði oft út í garðinn okkar og heilsaði upp á sögu. einu sinni þegar saga var úti æi garðinum og labradorinn líka meig labradorinn á hana þegar hún var að lykta af rassinum á honum, þetta er alveg satt, ég sver það við höfuð móður minnar. Við vöndum hana á að sofa uppi í rúmi hjá okkur krökkunum af því að hún var svo einmana annars og vældi alla nóttina. Hún kann nokkur sniðug brögð og flest þeirra eru ógeðslega krúttleg eins og til dæmis þegar maður setur nammi undir plastskál, (með gúmmíi á botninum) það er mjög fyndið að sjá hana reynað hvolfa skálinni. Núna er Saga hamingjusöm og falleg tík, 5 ára gömul og er mjög væn.
Autobots, roll out.