Nú kemur svaka rulla..

Ég á tæplega 3 ára tík. Þegar hún var yngri var hún alltaf að klóra sér í eyranu. Mér þótti þetta eðlilegt þangatil farið var að blæða. Hún hélt áfram að klóra og vældi hástöfum…

Ég fór til dýralæknis og hann lét mig fá krem og dropa.. sem kostuðu offjár… en ekki hætti hún að klóra sér…

Einn daginn vaknaði hún og var með svo bólgin eyru að hún gat ekki hreyft á sér hausinn, svo var hún líka bólgin í framan.
Ég hélt að hún hefði klórað sér svona mikið alla nóttina.

Aftur fór ég til þessa sama dýralæknis. Þegar hann sá hana ætlaði hann strax að fá að skera í eyrað á henni. Hann sagði að hún hefði klórað sér svo mikið að blætt hefði inn á eyrun á henni. Nú yrði eyrun deformeruð það sem eftir væri. Einnig talaðai hann um það að við hefðum örugglega ekki verið dugleg að bera á hana krem og gefa henni dropa.

Ég sagðist ætla að sjá hvort þetta lagaðst ekki, ef ekki kæmi ég aftur.

Bólgan hvarf, og ég gerði mér grein fyrir því að þetta hefði verið ofnæmi, og lang líklegast hefði hún verið stungin af geitungi. Hún hafði verið að bögga þá endalaust, og nú lætur hún sig hverfa þegar hún sér flugur..(sem er mjög fyndið).

Alla vega, hún hættir ekki atast í eyranu, og nú ákvað ég að heimsækja annan dýralækni.
Hann segir mér að þetta er trúlegast ávani, því meira sem hún klórar, því meira þarf hún að klóra.

Hún batt um afturlöppina á henni, setti svamp milli tána og vafði sárabindi um loppuna og svo einn sokk…
Hún gekk á þessu í 3. vikur.
Hún hefur ekki klórað sér síðan…

Ég er ekki að kvarta yfir kostnaði, en fyrr má það nú vera, að dæla í mann dropa eftir dropa, krem eftir krem… og ætla svo bara einn tveir og þrír að skera í eyrun á henni…

Hann hugsaði sig tvisvar um þegar ég spurði hann hvort að það gæti verið að blætt hefði inn á bæði eyrun… Ég forðaði mér út…

Alla vegna, bara smá saga um hversu vel má alltaf treysta þessum dýralæknum…..