Jæja nú er veðrið svo gott hér í Danmörku að við mæðgurnar ákváðum að fara á ströndina og leyfa hundunum aðeins að hreyfa sig og fannst þeim það alveg frábært.
Þetta var annað skiptið hennar Crúsýar(rottweiler) að fara á ströndina(enda bara rétt 8 mánaða) og var hún svo forvitin við að þefa að hún hafði ekki tíma til að sækja bolta né spýtu. Svo var hún á fullu að fara upp á byrgi(herbergi frá stríðinu við Hitler) en var svo mikil skræfa við að fara inn í þau
(ábyggilega myrkfælin;)

Svo var það Gógó(terrier, þetta er líka annað skiptið hennar að fara á ströndina og manni bregður nú svolítið við að sjá hana þar því að hún hreyfir sig aldrei en yngist um liggur við 7 ár við að fara á ströndina. Hún hleypur eins og brjálæðingur og er á fullu að leita að einhverjum dýrum til að leika sér að, hún verður alveg klikk ef hún sér mús eða álíka. Svo mikið veiðieðli í henni, (hefðuð átt að sjá kanínu vina okkar eftir hana) en það er önnur saga;) sem by the way er frábærlega fyndin.

Hún fór inn í öll byrgi sem hún sá og var ég orðin skíthrædd um að hún yrði bitin af snák með þessari forvitni sinni. Svo hljóp hún aðeins á undan okkur og inn í eitt byrgi og komst einhvern veginn upp á það og rataði ekki aftur út og var föst á þakinu. Það var bara fyndið að sjá hana uppi á þakinu vælandi
\“ég kemst ekki niður\”, þurfti ég að ná í hana þar og var hún frelsinu fegin.

Mæli ég með því að fólk reyni að gera eitthvað svona með hundunum sínum, en ég veit að það er erfitt á Íslandi(sérstaklega í Rvík) en það er frábært að sjá hundana svona glaða og ánægða. Stefni ég að því að fara meira með mína á ströndina, það er þess virði.

Kveðja Swandys8
(og Gógó og Crúsy)