Ég var að spá í hvernig fólk ákveður hvaða tegund af hund það fær sér. sem sagt af hverju svona frekar en hinsegin.
Mig grunar að flestir láti útlit frekar en eðli ráða. Ég verð oft vitni að því þegar fólk fær sér hunda sem það ræður alls ekki við vegna þess að þeim finnst þeir vera flottir og kúl.
Ég persónulega hef átt nokkra hunda og á enn, og aðeins í fyrsta sinnið valdi ég eingöngu eftir útliti.(var þó heppinn og fékk æðislegann hund sem var þó of aktívur fyrir minn smekk)
Ég ráðlegg þeim sem eru að spá í að fá sér hund að kynna sér vel hreyfiþörf, hversu erfitt er að þjálfa og hvernig hundurinn passar inn í ykkar fjölskyldumynstur áður en tegund er valin.
Ath. Gáfaðar sjálfstæðar tegundir eru yfirleitt ekki fyrir óvana þar sem hundar sem eiga auðvelt með að læra, læra líka auðveldlega af þeim mistökum sem við gerum í uppeldinu.
Sem sagt lesa sig vel til og viðurkenna veikleika sína.
Gaman væri að fá að heyra hvernig þið ákváðuð ykkur
kveðja polo

ps. Big and strong dog is not an enlargement to your privat part.