Mér langar svakalega í hund og mun líklegast kaupa mér hund þegar ég flyt að heiman (mamma vill engin dýr :( ). Ég er búinn að eyða mikklum tíma síðustu vikur í að reyna finna tegund sem hentar mér. Eftir mikið flakk um netið, þar á meðal á þessari snilldar síðu http://pets.yahoo.com/pets/dogs/breed, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði mest í Boston terrier eða einhvernskonar bulldog. Ég er nefnilega að leita að hundi sem þyrfti ekki að hafa bakgarð, væri miðlungs stór, felldi sem minnst feld, væri rólegur og góður félagsskapur.

En ég hef aldrey átt hund og hef svolittlar áhyggjur af því hvort ég sé reiðibúinn undir það. Ég mun nefnilega líklega eiga heima í blokk eða einhverri miðlungstórri íbúð. Síðan er ég að vinna allan daginn og er með frekar óreglulegan vinnutíma, suma daga get ég alltaf verið að skreppa heim en aðra get ég verið að vinna langt fram á nótt.

En ég hef nokkrar spurningar til ykkar.
Augljóslega hentar það ekki öllum að eiga hunda, en samkvæmt mínum lýsingum haldiði þá að ég ætti að fá mér einn eða kanski að býða þangað til að aðstæður breytast hjá mér ?
Hafið þið einhverjar ábendingar um hundategund sem gæti hentað mér ?
Hvernig snýr maður sér í því að kaupa sér hund hérna á klakanum ?

Svona í lokin vil ég benda á að ég er ekkert að fara kaupa mér hund á morgun. Þetta eru bara hugleiðingar hjá mér. Ég ætla að byrja á því að fá mér íbúð og síðan trúi ég líka á að maður eigi að kynna sér alla hluti vel sem maður ætlar að kaupa sér, sérstakleg eitthvað jafn mikilvægt og hund.

Með fyrirfram þökk
Sæva