Það er nú þannig heima hjá mér, að ég fékk hvolp í ágúst. Mig er búið að langa í hund síðan ég fæddist og loksins fékk ég einn. Ástæðan fyrir að ég fékk hund núna var að mamma vorkenndi mér svo hrikalega, þegar það átti að lóga litla vininum mínum og 5 systkinum hans. Gallinn er bara að mamma þolir ekki hunda, og amma sem býr fyrir neðan mig, gjörsamlega hatar þá. Við fengum nú samt leyfi hjá henni og kjallarafólkinu og ég fékk hvolpinnn Bangsa. Pabbi gjörsamlega dýrkar Bangsa og er búinn að eigna sér hann, afi læðist stundum upp að kela við Bangsa þegar enginn er heima og systir mín… aðra stundina vill hún fá að gera allt með honum, ná næstu vælir hún um að hún þurfið að gera allt. En eftir að mamma fór að kynnast, get ég svo svarið að henni er að byrja að líka vel við hann. Þótt hún kvarti yfir hárum á gólfi og í fötum, þá hef ég komið að henni að klappa honum eða leika við hann. Ég held að þetta hafi þroskað hana rosalega.