Sælir allir hér. Við (fjölskyldan) erum að fara að fá okkur hvolp (labrador)í vor. Ég er búin að liggja yfir upplýsingum á hvuttar.net og fræðast heilmikið. En annað hvort hefur eitthvað farið framhjá mér eða það hefur vantað þessi atriði sem ég ætla að spyrja um hér. Við erum eiginlega algjörir byrjendur, sýnið þolinmæði vegna fávisku okkar c“,)

Þetta fann ég á síðunni..
”Að kenna hvolpinum að ganga í taum
Nauðsynlegt er að hvolpi sé kennt að ganga í taum, sérstaklega ef þú býrð á stað þar sem umferð er. Hvolpum líkar ekki að fá ól um hálsinn, þannig að fyrsta skiptið er oft þannig að hvolpurinn bremsar og tosar á móti, ekki draga hann á eftir þér. Langur taumur hentar vel. Sniðugt ráð er að hafa nammi eða dót í hendinni ganga síðan rösklega í burt frá hvolpinum og kalla síðan á hann og sína honum nammið/dótið, hvolpurinn fylgir þér að lokum eftir. Verið þolinmóð við þjálfunina.“
…en ekki er tekið fram á hvaða aldri er best að byrja að venja við taum eða hálsól? Svo ef einhver gæti upplýst okkur um það væri það frábært.

Líka var þetta á síðunni…
”HREYFING
Labrador Retriever þarf mikla daglega hreyfingu s.s. að sækja bolta og prik, hlaupa með hjóli eigandans eða röska göngutúra. Hann nýtur þessa að fá að synda."
…hversu gamlir eru hvolpar þegar maður fer að fara með þá í göngutúra? Hvernig hreyfing er best fyrir unga hvolpa?

Eitt enn kannski. Varist ofböðun! Hvað er hæfilegt að baða labrador oft?

Takk takk
kveðja alsig