Þetta er smá um hana Spíru mína

Ég átti Irish Setter sem varð 16!!!!!!! ára.
Hún var mjög hænd að mér og var alger sníkjumeistari.
Hún t.d. lagðist alltaf þegar einhver var með eitthvað sem var matarlyns og setti sig í þvílíkt krúttlega stellingu í von um að bræða hjarta þanns sem var með matinn.
Hún elskaði lifrakæfu,baconbugður og harðfisk og ef að hún vissi að einhver ætti harðfisk eða að harðfiskur væri til á heimilinu var hún ekki í rónni fyrr en hún fékk smá.

Það sem var skemmtilegast við hana að hún fór oft með okkur í hesthúsið þegar að hún var lítil og hélt hún að hún væri hestur.Hún labbaði með þeim í gerðinu og sleikti með þeim saltsteina og gerði ekkert sem hugsamlega gat hrætt hestanna.En seinna meir fattaði hún að hún var ekki hestur og byrjaði hún þá að stjórna þeim eins og herforingi.
Hún elskaði að fara með okkur í ferðalög og á tjaldstæðum bræddi hún hjarta túristanna upp úr skónnum sem gerðu ekkert annað en að hrúga í hana eitthverju góðgæti.

Þegar að ég kom heim á daginn úr skólanum var alltaf eins og að hún væri alltaf að sjá mig í fyrsta sinn og yfirleitt heimtaði hún að ég kappaði henni minnst í 15 mín en það fór eftir því hvernig fagnaðarlætin voru þegar að ég kom heim :)
Hún hélt að ef að hún fagnaði mér meira þá klappaði ég henni meira.

Þessi hundur var einstakur og urðum við að láta lóa henni því að hún var kominn með beinkrabbamein og gláku en alltaf hélst þessi ótrúlegi karakter.Ég stend enn á því að hún hafi verði kraftaverk því að enginn Irish Setter hefur náð jafn ótrúlegum aldri.Deir deyja yfirleitt 11-13 ára og eru búnir að missa lit en Spíra varð 16 ára og það fyrirfannst ekki grátt hár á henni og aldrei tapaði hún virðingu sinni þrátt fyrir þennan ótrúlega aldur.