Maður einn sem ég þekki hefur átt hund í tvö ár. Veit ég til þess að hundurinn hafi nokkrum sinnum verið tuktaður til af eiganda sínum og “hund”-skammaður. Eðlilega hefur þetta haft slæm áhrif á hundgreyið og hann er orðinn frekar paranoijaður og byrjar að skjálfa mikið þegar eigandinn byrstir sig. Hvernig er það, er hægt að endurvinna traust hundsins, eða er allt fyrir bí? Gleymir hundurinn þessu með tímanum eða kannski fyrirgefur hann þetta aldrei? þ.e.a.s ef að hundurinn kæmist í nýtt umhverfi og í burtu frá eiganda sínum. Eða ef að t.d. eigandinn léti af tuktinu, gæti hann endurunnið traust hundsins?
Kveðja B.