Þegar ég var svona 11 ára gömull þá mátti ég ekki fá hund. Ég gjörsamlega dýrkaði hunda og var alltaf að suða alltaf fékk ég sama svarið NEI KEMUR EKKI TIL GREINA.
Síðan fluttum við í raðhús og þar bjó hundur við hliðiná mér Collie tík. Mamma talar við konuna og spyr hvort ég meigi ekki fara stundum með hana út að labba og sagði konan að það væri ekkert mál.
Ég var svo ánægð að ég get ekki útskýrt það betur en svo að ég fór með hana út á hverjum degi og stundum 2 sinnum sama dag.
Stundum kom vinkona mín með og þá fengum við að passa annann nágranahund blendings tík og stundum fór ég ein með tvo hunda.
Á meðan stelpur á mínum aldri voru að passa börn var ég að passa hunda vildi ekki sjá börn.
Þetta var nú allgjört hunda hverfi þegar ég flutti voru alls 7 hundar þar og fór ég líka í önnur hverfi og fékk að passa.
Síðan kom að því að collie tíkin flutti burt ekkert smá leiðinlegt því við vorum orðnir svo góðir vinir og stuttu seina flutti blendings tíkin líka. Þá fóor mér að leiðast.
Sumarið eftir fer vinkona mín og systir hennar í sveit og koma með hvolp til baka og þá áttu þeir tvo hunda.
Ég var ekkert smá öfundsjúk út í þær.
En þá segir vinkona mín að það sé ein hvolpur eftir tík.
Við förum yfir og sínum mömmu hvolpin hennar og segi ég henni að það sé ein hvolpur eftir.
Ég suða og suða og allt í einu sagði hún ok. Ég hélt að ég mundi deyja úr gleði. Síðan fengum við þennan yndislega hvolp sem við skírðum Donna.En í april 2002 gerist allveg hræðilegt að það var keyrt á hana og dó hún. Hefur aldrei liðið jafn illa og þá.
Eftir að fjölskyldan hafði kynnst Donnu sem við vorum búinn að eiga í 4 ár vorum við orðin svona hundafjölskylda sem gátum ekki séð okkur nema að eiga hund allt svo tómlegt eitthvað og engin að taka á móti okkur.
Þannig við fengum þá Vísu sem ég er búin að skrifa hér um.
En það sem mér langaði að vita eru enþá svona krakkar í dag sem eru eins og ég var að fá lánaða hunda til þess að fara út að labba með????
Líka það að mundu þið leyfa krökkum að fara út að labba með hundinnn ykkar????
Bara svona smá pæling.