Hver er réttur hundaeigandans?

Mig langar að forvitnast hvort einhver þekki til réttar hundsins ef hann skaðar einhvern óboðinn inn á afgirtri einkalóð eða inn í mínu eigin húsi? Ég hef heyrt sögu af því að það hafi þurft að aflífa hund eftir að hann beit krakka sem kom óboðinn inn og datt á hundinn þar sem hann lá í bælinu sínu. Eins stendur í hundasamþykktinni í mínu bæjarfélagi að ég megi ekki einu sinni hafa hundinn í taumi fyrir utan húsið hjá mér ef hann nær að gangstéttinni að húsinu. Með öðrum orðum er ég ábyrgur fyrir því ef að hundurinn minn skaðar einhvern innan girðingar á minni lóð ef viðkomandi kemur óboðinn? Eins má hundurinn minn ekki verja húsið mitt og “ráðast” á innbrotsþjóf ef hann brýst inn til mín? Minn skilningur er sá að hundurinn er alltaf í órétti ef hann skaðar einhvern. Hjá mér er málið það að ég er með sauðmeinlausan hund sem er yfir 40 kg og krakkarnir í hverfinu sækjast mikið í hann. Nú hef ég girt af lóðina en krakkarnir eru samt að stelast í hundinn. Þar sem hundurinn er stór og mikill stuðbolti þá þarf ekki mikið til að hann skelli krökkunum í jörðina og slasi þau. Hver er þá minn réttur? Ég hef búið erlendis og þar þarf bara eitt viðvörunarskilti á girðinguna og þá er hundurinn í fullum rétti að gera nánast hvað sem er innan girðingar. Eins eru hundar notaðir sem varðhundar í húsum og fyrirtækjum. En það gengi ekki hér á landi því réttur hundsins er engin. Í Svíþjóð er það ekki sjálfgefið að hundi sé lógað þrátt fyrir að hann bíti einhvern á almennafæri. Allt dæmið er skoðað í heild og ef hann á sér málbætur þá þarf ekki að lóga honum (t.d. ef honum hefur verið ógnað eða hann áreittur).