Ég hef veriða að sýna á hundasýningum hjá HRFÍ síðastliðin ár og hef haft mjög gaman að. Fólk hefur komið vel fram við mig og alltaf passað vel uppá að ég sé á réttum stað á réttum tíma. Ég met þetta mikils og vil ég þakka þeim sem eru verðir við dómhringina sem og flestum öðrum sem að sýningunni standa.
Vegna þess hvað ég hef haft mikið dálæti á starfsfólki sýningar fannst mér það leiðinlegt hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum með dyraverði síðustu sýningar (1-2mars 2003). Mér fannst allt í lagi þegar ég var spurð um inngöngu miðann í fyrsta skifti og einnig í annað sinn…. en þegar ég er spurð um hann í þriðja sinn af manneskju sem sá mig labba inn fyrir mínútu síðan fannst mér þetta aðeins of mikið. Þegar maður er að sýna marga hunda fyrir mismunandi fólk á mismunandi stöðum þarf maður að komast á milli og það oft í flýti. Ég sá að það voru margir fleyri að reka sig á þetta en ég og vil ég stinga uppá því að sýnendur fái passa á sig sem getur hangið utaná fötum þeirra, líkt og sýningarnúmerin. Það er rosaleg töf og truflun á því að vera endalaust stoppaður við hurðina og beðinn um miða. Ég skil það svo sem alveg ef að ég hefði bara farið einu sinni eða þá tvisvar í gegn en ég var á þönum þarna allan sýningardaginn og ekki endilega alltaf með miðann á mér. Það kemur nefninlega fyrir með svona miða að þeir lenda í veski eða tösku vegna þess að maður er í fínum vasalausum fötum til að sýna í.
Það væri nú gaman að sjá þetta breitt á nsætu sýningu þar sem allir myndu hafa sér passa utan á fötunum sýnum svo að þetta væri ekkert vandamál!
Kv. Dóra Ásgeirsdóttir og hundarnir tveir Alex og Blús.