jæja mig langar að segja ykkur aðeins frá mínum elskulega hundi.
Vísa fæddist 1. april árið 2002 í skaftártungu. Við keyrðum þanngað og náðum í hana 19. maí 2002.
Í fyrstu langaði mig ekki í annan hund þar sem við vorum nýlega búin að missa okkar hund. En núna sé ég ekki eftir því.
Vísa er hreinræktuð Border collie tík og er því mjög gáfuð og fljót að læra allt.
Konan sem við fengum hana frá sagði við okkur að við okkur að passa okkur á leiðinni til Reykjavíkur því þessi tegund væri nú mjög bílhrædd og ekki algengt að hvolpar æli.
En hún Vísa gerir ekki neitt skemmtilegra en að fara í bílinn. Ef maður segir “eigum við að koma í bílinn” hleypur hún´að útidyrunum og byrjar að væla. Og bara ef hún heyrir í lyklum.
Vísa er svoldið fyndinn í bíl því hún heldur að hún sé að elta bílana(hún er nú fjárhundur). Það sem hún gerir er það að hún stendur í aftur sætinu vinstra meginn og þegar maður mætir bíl hoppar hún aftur fyrir sig eins og hún sé að reyna að ná honum.
Þetta er ógeðslega sætt.
Vísu fynnst mjög gaman í fótbolta og er hún snillingur að krípa stóran fótbolta.
Vísa er líka mjög dekurrófa og finnst best að fá vatn úr krananum (hún fer í neið í vatnsdalinn) þegar hún er þyrst vælir hún fyrir framan vaskinn og vill fá að drekka takk fyrir mig. Ógeðslega sætt að sjá hana drekka. Hún fattar það að þarna er alltaf kalt og gott vatn.
Núna er það nýasta nýtt að hún er farin að opna hurðir það er ekki svona eins og maður sér oft hunda gera reyna og reyna heldur er þetta eitt handtak hjá henni.
Vísa á marga vini en hennar bestu eru Simbi sem er Chihuahua sem kærasti minn á og þegar þau hittast er sko leikið sér, Kolla sem er Shar Pei og Kastro sem er blendingur. Síðan á hún fullt af vinum á geirsnefi.
Þegar Vísa verður eins árs (1. april) ætlum við í hundafimi því hún þarf mikla hreyfingu og gerir ekkert skemmtilegra en að leika sér. Enda er Border Collie mjög góður í hundafimi.
Langaði að senda mynd með af henni en kann það ekki en það verður bara næst.
Endilega segiði mér eitthvað af ykkar hundum…..
Finnst svo gaman að heyra af því
hundar eru æði!!!