Hæ, öll. Ég bý á Spáni en er að flytja heim með fjölskyldu minni eftir mánuð. Við eigum yndislegan hund sem við keyptum fyrir 4 mánuðum og við viljum endilega flytja hann með okkur heim. Við höfum átt nokkra hunda gegnum tíðina (Boxer, Labba og Silky Terrier) en hún Blanca okkar slær þeim öllum út!! Hún er hreinræktaður spænskur vatnahundur en þeir þekkjast lítið fyrir utan Spán. Þessi tegund er notuð við fuglaveiðar og smölun, sérlega gáfaðir og eldsnöggir að læra. Hún fer ekki úr hárum og geltir ekki, en þetta finnst okkur afar þægilegt! Svo er hún algjört krútt; eins og úfinn bangsi með ,,rastafari". Blanca er hugrökk, öflug og sterk en líka mjög mikil kelirófa. Við förum með hana á ströndina á hverjum degi en það er það skemmtilegasta sem hún gerir. Hún situr grafkyrr þegar við böðum hana og notum blásara til að þurrka henni, algjör engill.
Nú, ég var að velta fyrir mér hvort einhver hafi reynslu af því að flytja hunda til Íslands? Þætti vænt um að heyra einhverjar reynslusögur, t.d. um hvernig dýrinu hefði liðið eftir flugið, um dvölina í Hrísey og eitthvað í þeim dúr.
Bestu kveðjur úr suðri! Pattilon, Blanca og fjölskylda