Hudnarnir mínir Hundarnir mínir

Ég á tvo hunda sem heita Alex og Blús. Mig langar til að segja ykkur hér á spjallinu aðeins frá þeim.
Alex er af tegundinni Cavalier king Charles spaniel og er svartut og brúnn á litinn. Hann er alger fjörkálfur þó svo að Cavalierinn eigi að vera frekar róleg tegund. Hann er ekki íkja mannblendinn og vill helst alltaf vera bara með mér einhversstaðar eða þá einn að snuðra. Ég hef kennt Alex að gera alveg fullt af hlutum og það hefur gengið bara alveg ágætlega. Cavalierinn er þrjóskur svo að það tók aðeins meiri tíma en ella að kenna honum trikksin sem hann kann. Það sem hann kann að gera er að rúlla, skríða, leika dauðann þegar ég segi BÆNG, leiða mig á tveimur fótum, dansa í hringi á afturfótunum, hoppa yfir hindranir, lappa eftir mjóum planka eða brú, hoppa í gegnum hring(hvort sem það er dekk eða hendurnar á mér), vefa á milli allavega 11 stanga sem standa upprétt í beinni línu, leika betlara beð því að sitja á rassinum með framlappirnar uppi frá jörðu, hlaupa í gegnum rör(hvort sem það er bogið eða beint), hlaupa í gegnum poka, Labba yfir vegasalt, hoppa yfir Blús, sitja, liggja og bíða. Tvennt af því sem hann kann ekki er að sækja bolta og heilsa ;) . Alex var búinn að læra þetta allt saman þegar hann var eins og hálfsárs.Svo að það er ekki hægt að segja að það hafi engin vinna farið í þennan hund.
Ég sótti námskeið hjá Ástu Dóru sem er með Gallerý-voff og ég mæli eindregið með því að þið sem eruð með hvolp eða óþekkan hund farið á þetta námskeið. Ásta Dóra er alger hundasnillingur og hefur lært hundasálfræði.
Blús er af tegundinni Írskur setter og er rauður að lit. Hann er orðinn 7ára gamall en heldur samt stundum ennþá að hann sé hvolpur :) . Ég fékk hann ekki fyrr en hann var fimm og hálfsárs og þá var hann búinn að eiga 5 heimili áður. Ég lofaði fyrrum eiganda hanns því að ef það gengi ekki upp að hafa hann hjá mér þá mindi hann fá að sofna svefninum langa. Það er ekki gott fyrir hunda að þurfa alltaf að vera slíta og mynda fjölskyldutengsl svo Blús hefur átt það frekar erfitt í gegnum tíðina. Honum líður samt vel núna og ég er ekkert á leiðinn að gefa hann eða svæfa. Hann er yndislegur hundur og ég veit ekki afhverju enginn hefur viljað eiga hann nema í smá stund! Blús hefur reyndar nokkra galla….en hvaða hundur hefur þá ekki, ég bara spyr. Hann á það til að slefa MJÖG mikið, hann er alveg rosalega uppárþengjandi og fær aldrei nó af klappi. En kostir hanns vega mikið mikið þingra heldur en nokkurntíma ókostirnir. Hann er Rosalega blíður og það er hægt að treysta honum með hvaða barni sem er. Hann er bráðgáfaður þó svo að hann eigi það til að leika sig svolítið heimskann. Hann kemur t.d. alltaf til mín, tekur utanum hendina á mér með munninum og leiðir mig fram í forstofu þegar hann þarf að fara út að pissa.
Ég ætla að segja ykkur eina sögu af Blús sem sannaði það fyrir mér að hundar geta hugsað rökrétt stundum: Einu sinni sem oftar þegar ég lá heima í sófa og var að horfa á sjónvarpið kom Blús og stillti sér fyrir framan mig svo að ég sæi nú alveg örugglega ekkert nema hann. Ég sagði honum að fara í bælið sitt, en í stað þess að hlíða mér laggðist hann beint fyrir framan mig. Ég var nú ekki hrifin, sagði: „Nei, farðu í bælið þitt.” Hann stóð upp, en stóð kirr í smá stund. Viti menn HANN VAR AÐ HUGSA ;) . Hann leit á mig og horfði svo á bælið sitt. Loks fór að bælinu sínu…… en hann beit í það, dró það fyrir framan mig og plantaði sér fyrir mig aftur :!:
Þó að ég þikist nú fróð um hunda vissi ég ekki að þeir ættu til svona mikla(miðað við hund) rökhusun í kollinum!