Hæ mig langaði að segja ykkur frá litla voffanum mínum. Ég eignaðist stubbinn þegar hann var ca.4 mánaða og skírðum hann Snáða ALGJÖRT KRÚTT :) Á gamlársdag ´02 hefði hann orðið 14 ára en rétt fyrir jól slapp hann út hjá okkur á miðvikudegi og á laugardeginum vorum við farin að hafa soldið miklar áhyggjur af guttanum( er fyrir norðan og guttinn átti það til að fara heimsækja vini sína úti í sveit en skilaði sér alltaf samdægurs eða daginn eftir), þannig að pabbi hringir í lögregluna og lýsti Snáða og sögðu þeir okkur þær hræðilegu fréttir að það hefði verið keyrt yfir hann :( Við komumst nýlega að því hver það var sem keyrði yfir hann og sagði maðurinn að hann hafði séð hundinn á vegarkantinum horfandi að bílinn koma og svo þegar bíllinn var kominn þó nokkuð nálægt labbaði Snáði í rólegheitunum fyrir bílinn
og lést samstundis segir maðurinn. Ég er enn að átta mig á því að hann er ekki lengur hér… Hann var æðislegur hundur því þótt hann væri orðinn þetta gamall var hann með sömu lætin og voru í honum sem hvolpi :) Hljóp útum allt , eltist við bolta og þurfti sífellt að vera gera eitthvað af sér :) En vonandi líður honum vel núna því ég sakna hans svo rosalega mikið…