Ég á 3 hunda sem heita Castró, Karamella og Sveppur.
Karamella og Castró eru Papillon (sem þýðir fiðrildi á Frönsku).
Sveppur er hinsvegar blanda af Íslenskum, Border Collie og Labrador. Ég hef átt Karamellu og Castró í 3 ár en Svepp bara í nokkra mánuði. Það er svolítið erfitt að eiga 3 hunda því þeir verða svolítið öfundsjúkir ef ég er ekki að hugsa um einhvern sérstakan hund. Karamella og Castró eru vinir en Sveppur hefur verið útundan. Sveppur horfir mikið á stubbana með litlu bræðrum mínum og þarna kubbafólkið (ég man ekki alveg hvað þetta heitir en það byrjar á P…. held ég).
Þetta er einhver fróðleikur um papillon hunda sem ég fann hvuttar.net :
Papillon fékk nafnið vegna eyrnanna sem minna helst á fiðrildavængi og þegar hann hleypur er líkt og hann blaki vængunum. Papillon er lítill og fíngerður hundur, hann er alltaf einstaklega fjörugur og vinalegur og bindur sig traustum böndum við eiganda sinn og verður stundum eigingjarn og þykist eiga hann. Hann getur laðað sig að lífi í borg sem byggð. Papillon er barngóður hundur sem auðvelt er að þjálfa, hann hefur náð góðum árangri m.a. í hundafimi. Hann er greindur, árvakur, ástúðlegur og líflegur. Í Ameríku og Bretlandi er Papillon og Phaléne skilgreindir sem sama tegundin. Sú tegund er þá kölluð Contiental Toy Spaniel. Ræktunarmið þeirra er nákvæmlega það sama, nema þegar kemur að lýsingu á eyrnastöðu.

ÖRLÍTIÐ UM UPPRUNAN
Sögur segja að Dwarf Spaniel sem var uppi á 16 öld, sé forfaðir Papillon. Af feldinum og byggingu að dæma er þó líklegt að hann sé skyldur Evrópskum Spits hundum. Papillon samræmir persónuleika spitz og spaniel hunds.