það eru um 3 mánuðir síðan við fjölskyldan tókum að okkur 5 ára gamlan cavalier king charles spanial. Allt gengur mjög vel og fólk hefur hrósað okkur fyrir frammistöðuna og hvað Muggur(hundurinn okkar) lýtur hraustlega út. það gengur ágætlega að fá hann til þess að hlíða (hann er ósköp latur greyið) en það er eitt vandamál sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að leysa eða þ.e.a.s hvernig við fjölskyldan eigum að leysa þetta vandamál. Muggur okkar á það til að gelta mikið og þá sérstaklega þegar einhver labbar framhjá húsinu (það er skóli í grendinni og mikið af börnum labba hérna framhjá daglega). þó að við segjum nei þegar hann geltir þá virkar það ekki (kannski tengir hann ekki við orðið ‘nei’) en eins og ég sagði hérna fyrir ofan þá erum við aðeins búin að hafa hann í 3 mánuði og við höfum ekki mikla reynslu af hundum. Mér þætti vænt um að einhver gæti bent mér og okkur á það hvernig við eigum að bregðast við í þessari aðstöðu.

Með fyrirfram þökk
grisla.