Sæl öll sömul.

Fyrir um 2 árum síðan var ég stödd á (að mig minnir)Mýrdalsjökli, á snjósleða og hundasleða. Langar mér að segja ykkur smá um hundasleðaferðina.

Eina leiðin til að koma upp er á snjósleða. Þegar ég kom þangað sá ég um 20 hunda keðjaða ofan í jörðina (ísinn) með um 5 - 10 metra milli bili í 4 raðir. Þetta var skrítin sjón því þegar við komum lágu þeir allir og voru hálf spúký, en þegar maður fór af sleðanum stóðu þeir upp og reyndu að ná athyggli með því að væla og dilla sér endalaust, réðumst við á þá um 8 stykki og var klórað þeim á alla kannta, MESTU DÚLLUR sem ég hef séð, og það var svo gaman hjá þeim (örugglega lítið um gesti), maðurinn sem er þarna hjá þeim sefur í hjólhýsi sem er næstum grafið í jökulinn, og ferðast hann auðvitað á snjósleða. Því miður man ég ekki hvort hann var íslensku eða útlenskur, en ég var fljót að hlaupa til hans og reyna að fræðast um hann betur, Fyrsta spurningin var auðvitað “Get ég fengið ein heim með mér og alið hann upp heima?” svarið var hiklaust NEI. En afhverju NEI jú hann talaði um að þessir hundar (sem hann var með) borðuðu einungis hrátt kjöt, þeir þurfa GEÐVEIKA hreyfingu og helst þá að draga einhvað. Mig minnir að hann fari í 2-3 tíma ferðir á snjósleðanum á dag, án þess að stoppa auðvitað, og ef þeir fengu ekki meira urðu þeir styggir. Einnig sagði hann að erfitt væri að kenna þeim, og sagði mér dæmi. S.s. þegar ein tíkin átti dó hún (man ekki út af hverju) svo hann tók hann að sér og hafði hann inni í hjólhýsinu, þegar hann var búin að ná ákveðni stærð var hann settur út með hinum. Ein stærsta reglan hjá hans hundum var BANNAð að klefsa, BANNAÐ að hoppa á manneskjuna og BANNAÐ að hlíða ekki fyrirmælum eiganda. Síðan þegar hann fór að gefa þeim lenti hundurinn sem var búinn að vera hjá honum í allan þennan tíma svo ánægður að sjá hann að hann stökk á hann, fyrir framan hinn hópinn. Og alltaf þegar þeir brutu reglurnar var sá hinn sami tekinn fyrir framan hópinn og kippt úr lið (veit að þetta er ljótt en hér eru þeir vinnu hundar, villtir og ef einn hundur sleppir við refsingu tryllast hinir) svo þessi hundur var tekinn fyrir framan hópinn og drepinn. Ég var svo reið yfir hvernig hann brást við og fór að rífast við hann, ég talaði um að ef hann yrði tekinn heim og sýnd ást og hlýja (veit þetta er klisja) myndi þessi tegund hunda verða eins og aðrir. En hann sagði aftir NEI þetta er ekki tegund til að hafa í heimahúsi eða borg eða annað. Þetta er ekki þeirra eðli, þeir eiga erfitt með að læra, þurfa meira en einn tíma göngutúr á dag og hann sagði að þó þetta myndi byrja að tíðkst, og hundur búinn að vera í einka eign lengi og haga sér alveg eins og venjulegur hundur myndi hann aldrei vilja hafa barnið sitt nálægt honum.
Ég vil að eitt sé á HREINU ég er ekki á móti þessari tegund, fynst hún virkilega falleg og dauðlangar í einn, kannski tvo :o), eina ásæðan sem ég er að segja ykkur frá þessu, er til að varpa þeirri spurninu fram “Erum við að gera þessari hundategund gott með að draga hana inn í stórborg og láta hann ekki fá EINS mikla hreyfingu sem hún þarf”. Nú veit ég að gotið er komið hjá parinu sem er hér á landi, og allt æðislegt með það, en er þetta virkilega rétt, að gera dýrinu þetta. Þetta eru ekkert litlu hvolparnir sem allir þekkja voða sætir og svona, þeir eru rosalega viltir enþá ég hef pínu áhyggjur, því maður sem var búinn a umgangast þá í mörg ár, leyst ALLS EKKI á að taka þá í bæinn. Ég veit líka að svipað mál kom með Bulldog og Doberman hundana, en þetta er samt anað mál, þeir eru næstir að vera úlfar eða hvað?