Hæ og gleðileg jól!
Já tíkin mín hún Ella er núna að verða eins árs gömul, en ég fékk hana í jólagjöf í fyrra.
Ég man að pabbi fór með mér á þorláksmessu að skoða “jólagjafir” og þá fórum við heim til einhvers fólks sem átti hvolpa og ég valdi þennan fallega sæta litla hvop, og nefndi hana svo daginn eftir Ella, eftir ömmu minni sem er núna dáin =(

Ella er blanda af Golden retriever og Labrador retriever, hún er svona gull-rjómalituð. Hún er að læra að vera alvöru veiðihundur =P Við höfum farið með hana á námskeið og þannig. Hún er mjög blíð og barngóð og við vorum mjög heppin að fá hana. Hún elskar að leika sér , verður stundum svo æst!

Ég vil bara benda öllum foreldrum á það að gefa hund í jólagjöf er alveg frábær gjöf! OK, það er vinna, en trúðu mér, barnið lærir vel af því að hugsa um e-h annað en sjálfan sig, svo fer það líka í göngutúr á hverjum degi =D Allaveganna er Ella besta gjöf sem ég hef fengið….
Kveðja, Sara Cuty og Ella Pella og gleðileg jól!

ps. á enga mynd á tölvunni því ég á ekki stafræna, en bráðum koma blessuð jólin og hver veit!
Whatever…