Hæ hugarar

Mig langaði til að segja ykkur aðeins frá hundinum mínum henni Skottu.

Hún er þriggja ára og blanda af Golden Retriver og Labrador og hún er algjör dúlla.

Við fengum hana þegar hún var eins árs, frá konu sem gat ekki haft hana lengur og þessi kona vissi eiginlega ekkert um hana ekki einu sinni hvenær hún á afmæli. Þannig að við bjuggum bara til afmælisdag handa henni 1.september en hún kom til okkar 13.september árið 2000.

Áður en við fengum hana var hún búin að vera á nokkrum heimilum og enginn vildi eiga hana. Og svo fundum við auglýsingu um hana í blaðinu, mömmu hafði sko alltaf langað í Golden Retriver eða Labrador og þegar hún sá auglýsinguna þá flýtti pabbi sér að hringja og við keyrðum til Akranesar og skoðuðum hana.
Og okkur fannst hún fullkomin og tókum hana að okkur.

En hún var með svona þurrkubletti eiginlega þar sem hárið var farið af á fótunum og henni klæjaði alveg rosalega í þá og konan sem átti hana á undan okkur vissi ekkert hvað þetta var og við fórum með hana til dýralæknis og hann sagði að þetta væri ofnæmi og taldi upp helling sem hún gæti verið með ofnæmi fyrir, fisk, mjólk, hveiti o.s.frv og við pössuðum að gefa henni ekki svoleiðis og núna er hún alveg hætt að fá ofnæmi. :)

En henni líður bara mjög vel og hún á ekki eftir að þurfa að skipta aftur um heimili. :)