Fyrir stuttu passaði ég hund fyrir vikonu frænku minnar (sem ernú allgjört kvennagull, tíkurnar bíða sko eftir honum í röðum… (en því miður er hann geldur)) Ég hef aldrei áður kynnst eins blíðum hundi… Hann tók mig nú fyrst í sátt þegar ég fór með hann upp í fjall og leyfði honum að hlaupa um… Reyndar er hann mjög hlýðinn 7 ára blendingur og kemur alltaf strax þegar maður kallar á hann… Það var nú samt þrent sem hann gjörsamlega þoldi ekki… það eru dimmradda kallar, kettir og aðrir hundar.
Eins og ég sagði hérna áðan þá er hann mjög blíður EN það byrjaði sko styrjöld þegar bakað var á hurðina! Ég þurfti nú oft að taka hann upp og bera hann inn í herbergi meðan gesturinn var að koma inn. Hann gelti nú heldur aldrei fyrir utan það. Maður var nú bara hræddur um hann á nóttunni því alltaf þegar honum er mál þá stendur hann bara við dyrnar og bíður eftir því að honum sé hleypt út. Reyndar skéði nú eitt óhapp eftir það. Ég hlepti honum út að gera no. 2 (hann fór nú alltaf í aðra garða að ger það :) he he!)og þegar hann kom inn þá skeindi hann sér á hvítri mottu sem var í stofunni.. Það voru nú foreldrar mínir ekki ánægðir með. Annars mun ég aldrei nokkurn tíman gleyma þessum hundi því hann gerði mér ekkert annað en fimm dagana sæla…
Þess má nú líka að geta að alltaf þegar hann hittir okkur aftur þá ætlar hann að koma með okkur upp í bílinn… : )
It's a cruel world out there…