Jæja gott hugafólk,
það virðist vera heldur lítið um að vara á hundasíðunni þessa dagana, það er kannski svona mikið rok með þessari venjulegu rigningu,he,he,he. Hér hefur hætt að rigna í bili og kominn vetrarþurkatími!! Svona til að segja frá einhverju, það er jú svo gaman að hafa einhverjar fréttir öðru hvoru:-)) Þá er á leiðinni til Íslands nýr karlhundur af tegundinni American Cocker Spaniel, eigandi þessa nýja hunds er Bára Einarsdóttir sem verið hefur tengiliður fyrir Am.Cockerinn, og hundurinn er enginn annar en AM CH MY-IDA-HO-& MY JEMS KENO, kallaður Keno svona dagsdaglega, því miður þarf hann að fara í einangrun í 8 vikur í Hrísey,sem út af fyrir sig er eitt af því sem er óskiljanlegt við innflutning hunda til Íslands. Áður en Keno kemur til klakans fer hann á 2 sýningar í Svíþjóð og verður eftir það væntanlega(vonandi) AM CH SuSH MY-IDA-HO & MY JEMS KENO. Eftir móttökur þekktra ræktenda í Evrópu á þessum hundi held ég að hægt sé með sanni að segja að Keno sé einn frambærilegasti Am.Cocker karlhundurinn sem hingað til hefur flutt til Íslands, það er ekki á hverjum degi sem maður dettur um svona hund og ég held að það séu margir sem eiga eftir að bíða spenntir eftir að sjá þennann hund á næstu hundasýningu. Myndir af Keno eru inni á heimasíðunni minni: www.silfurskuggar.shows.it
ef einhverjir hafa áhuga á að skoða gripinn, þar má einnig finna ættartölu hans og árangur á sýningum í Bandaríkjunum. Við munum sakna hans þegar hann fer, hann er öðlingur í skapi og vinur allra og það hafa verið og verða forréttindi að fá að sýna þennann hund á stórum hundasýningum eins og í París og svo væntanlegri sýningu í Stokkholm í desember, svokallaðri Stóra Stokkholm.
Með kveðju héðan frá Danmörku,
Marta (Keno)