Þegar hundurinn minn, hún Gríma kom í heimsókn til okkar áður en við ákváðum að fá hana var hún ekkert að reyna að sýna sig og láta sjá hvað hun gæti verið dugleg heldur fór hún beint inn í stofu (þar sem var nýbúið að leggja parket) og og pissaði þar, svo fór hún inn til systur minnar og skeit þar, svo stilti hún sér upp bint fyrir framan eldhúsið og meig þar líka, svo fór hún inn í eldhús og náði sér í ofna trékörfu og át hana!(: Síðan fór hún út í garð til að koma í veg fyrir fleyri ,,slys'' og var þar en ég sá bara kostina við hana ! (: Mér fannst þetta allt bara dúlló (ENDA DÝRKA ÉG ALLA HUNDA) OG SVO ER HÚN LÍKA FALLEGASTI HUNDURINN Í HEIMINUM !!! (hún er gulkolótt, blendingur af íslenskum, border collie og labrador) Svo ætluðum við að fá hana en svo hætti konan við að láta hana og ætlaði að eiga hana sjálf en svo stuttu síðar ákvað hún að leyfa okkur að fá hana ! (:
Hún er enn stundum að hringja og koma í heimsókn til að sjá hvernig Grímu líður svo það er mjög áberandi að hún kom frá góðu heimili !!! (: og auðvitað er hún ennþá á góðu heimili og er algjöt uppáhald hjá öllum í fjölskyldunni !!! Hún tekur alltaf öllum (sem hún þekkir) fagnandi og er alltaf happy happy á svipinn (hún hefur það frá íslendingnum) Ég allavegana gæti ekki verið ánægðari !!! (:

P.S. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST !

P.P.S Hafið þið lent í svona heimsóknum ? þaðværi gaman að heyra frá þeim ! (: