Ég fór um daginn með vinkonu minni að skoða hundafimi-svæðið í Mosfellsbænum. Það er þarna hjá Endurvinnslunni, keyrir framhjá Endurvinnslunni og þá ertu komin.
Og viti menn, það er búið að EYÐILEGGJA öll tæki og tól á staðnum. Sterkir búkkar lágu í tætlum útúm allt svæðið og ruslatunnan hálfrifin á bakvið kofann sem er þarna og spýtur (leifar af búkkunum) lágu með naglana uppí loftið, (við snerum þeim nú við svo hundarnir okkar myndi ekki stíga á þá), og bara öll hundafimi-tækin okkar bara ónýt í hrúgu á jörðinni.
HVAÐ ER AÐ FÓLKI! Ég skal veðja einni milljón að þetta hafa verið unglingar. Ég er brjáluð! Hvað skyldu þau/þær/þeir hafa fengið útúr því að skemma þetta fyrir besta vini mannsins?

Ein ógeðslega pissed!