Eins og stendur í kubbnum “Tilgangur Áhugamálsins” þá eru fjöldasendingar bannaðar með öllu, bæði á korkunum og myndakubbnum. Ég hef verið að fá allt upp í 10 mismunandi myndir frá sama notandanum á sama tíma. Gerið það fyrir mig, uploadið þeim á Imageshack, safnið saman linkum og hendið þessum myndum í einn þráð. Nei, þú færð ekki að senda 8 myndir í einu. Ekki einu sinni þrjár. Ég notfæri mér “Tab” eiginleika Firefox og eyði þeim öllum á einu bretti. Þú ert ekki eini notandi áhugamálsins :)
Við biðjum fólk einnig um að senda ekki inn fleiri en tvo brandara á dag, því að við eyðum þriðja brandaranum og uppúr. Hið sama gildir með myndir.


Kveðja, leiðinlegi stjórnandinn.
p.s., það er til sér kattaráhugamál