Jæja, þá hef ég breytt fyndnustu klippu vikunnar sem var eiginlega bara orðin klippAN, yfir í klippu vikunnar og þaðan yfir í klippu dagsins.

Allar klippur sem hafa komið, getið þið séð með því að ýta á ‘'Sjá meira’' hnappinn, undir klippuni.

Nú munu stjórnendur skipta um klippu á hverjum degi eins stundvíslega og mögulega, og biðjum við fyrirfram forláts ef klippa skilar sér ekki.

Einnig hefur klippa dagsins verið færð rétt undir myndirnar
til þess að kubburinn fái meiri athygli.

Einnig erum við byrjaðir að taka örlítið strangara á myndum sem sendar eru inn á áhugamálið.
Ef myndir sem að þið sendið eru bara einfaldlega ekki fyndnar yfirhöfuð, þá verður sú mynd ekki samþykkt.
Þetta er gert til þess að fólk komi ekki inn á áhugamálið og haldi að við séum húmorslaus inni á /húmor :)
Vill ég benda á sorp fyrir myndir sem ekki eru samþykktar.

Einnig getið þið sent youtube linkinn af klippu sem ykkur langar að sjá á áhugamálinu annaðhvort gegnum skilaboð inni á síðunni, eða á emailið mitt, Bjarnidk@hotmail.com, og mun notendarnafn fylgja innsentum klippum, eins og með myndirnar.

Höldum áfram að standa okkur!

Takk fyrir.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.