Sæl verið þið :)

Eins og skilja má fáum við stjórnendurnir margar myndir sendar inn á dag, sem er allt gott og blessað en alltaf er það jafn óþægilegt þegar myndirnar heita ekki neitt eða enginn texti er með myndunum. (“HAHAHAH” “LOL!” “þetta er fyndið!!” “útskýrir sig sjálft!” er ekki (nógur) texti)

Þar sem að margir þeirra sem senda inn myndir fá annaðhvort skýringuna “Vantar texta með mynd” eða “Vantar nafn á mynd” senda aftur en bæta textana enganvegin þá ætla ég að gefa ykkur nokkrar ábendingar.

Fyrst af öllu þá er ég ekki að biðja um ritgerð, langt frá því! Það væri bara hallærislegtEf ég myndi, til dæmis, setja inn nýjustu Garfield myndina - Sem má finna hér
Þá myndi ég hafna myndinni minni ef að nafnið væri "Garfield“ og textinn ”hahahaha“.

Það sem að ég gæti skrifað undir (”Garfield" er nógu gott nafn) er til dæmis:

“Nýjasta Grettir myndasagan! 4. sept '07”
“Grettir 4.9 2007”
“Grettir myndasagan sem kom í dag!”


Ef að þetta er ekki það einfalt, mynd sem var inni á B2 eða hvaðeina þá getið þið skrifað síðuna sem myndin var á. B2 er oft með myndir frá CollegeHumor.com þá einfaldlega linkið þið á það og þá er það komið! Endilega 4-10 orð um hvar þið funduð myndina eða link á síðuna.

All in all þá er ég eiginlega bara að leggja blátt bann við Nöfn&Texta sem hljóða svona:

“Hahahhaha”
“LOL”
“…”
“Myndin skýrir sig sjálf”


Enda fátt leiðinlegra en að lesa það, það er alveg nógu leiðinlegt að sjá ekkert annað en “Hahahha” í svörunum fyrir neðan myndina :)

Takk takk!