Sælir.

Hef fengið margagr kvartanir og nokkur hrós útaf þessu banni sem ég setti á þessa brandara. Nú fer að nálgast að ár sé liðið síðan þetta bann var sett og hef ég verið að hugsa út í að breyta reglunum örlítið til þess að koma á móti notendum hérna sem vilja sjá þetta fara eða koma aftur.

Þegar litið er á þessa brandara, sést augljóslega að þetta sé bara djók og enginn (vonandi) myndi hugsa sér að gera eitthvað í samlíkingu við brandarana. En það eru þeir sem eru viðkvæmir fyrir þessu og taka verður tillit til þeirra, en líka til þeirra sem brosa útfrá þeim.

Þessvegna hef ég ákveðið að breyta gömlu reglunum:

* Merkja skal Dead Baby Jokes með fyrirsögninni "[DBJ]"
* Sendið inn einn þráð í einu en ekki marga með einum brandara í, heldur einn með mörgum.
* Forðist að lesa alla pósta sem hafa fyrirsögnina "[DBJ]" ef það kann að særa ykkur
* Ef fólk telur sig ekki fært um að lesa þetta og fylgja reglunum skellur bannið aftur á.

Vonandi getið þið fylgt þessum reglum og notið Huga saman. Ef einhverjar spurningar eru, spyrjið þær hér.

Kveðja,

Steini.