Jónas og Magga voru búin að vera gift í rúmlega ár þegar Magga kom hlaupandi á móti Jónasi einn daginn þegar hann kom heim úr vinnunni. Hún var frá sér numin af gleði.
„Hvað er um að vera, elskan mín?“ spurði Jónas. „Af hverju ertu svona glöð?“
„Ég hef dásamlegar fréttir. Ég er ólétt! Við erum að verða foreldrar!!“ sagði Magga.
Jónas og Magga höfðu verið að reyna allt árið að eignast barn og því er skiljanlegt að Jónas yrði glaður við að heyra þetta. Hann kastaði frá sér nestisboxinu, tók Möggu í fang sér og knúsaði hana fast og ynnilega, vel og lengi.
„Ó, elskan mín,“ sagði Magga. „Það er meira sem þú þarft að heyra.“
„Og hvað er það, litli ástardúettinn minn?“ sagði Jónas.
„Ég geng með TVÍBURA.“ sagði Magga.
Hann tók hana aftur í fang sér og sagði „Það er ennþá betra, ástin mín. En hvernig veistu það svona fljótt?“
„Það er ekkert mál,“ útskýrði Magga. „Ég keypti svona pakka með tveim þungunarprufum og þær voru báðar jákvæðar.!!!“
