Jónas var að sýna Guðmundi vini sínum íbúðina sína og alla fallegu skrautmunina sem þau hjónin – og þó aðallega Magga – höfðu safnað að sér í gegnum árin.

„Daginn áður en ég dey mundi ég vilja selja alla þessa muni, bara til að sjá hvað ég fengi mikinn pening fyrir þá,“ sagði Jónas.

„En þú gæti alls ekki vitað að þú mundir deyja daginn eftir, svo hvernig ættir þú þá að vita hveær þú ættir að selja þá?“ spurði Guðmundur.

„Það er einfalt,“ sagði Jónas. „Ef ég sel þetta drasl, þá drepur Magga mig daginn eftir!“