Við morgunverðarborðið einn daginn sagði Magga „Ég þori að veðja að þú veist ekki hvaða dagur er í dag.“
„Jú, auðvitað veit ég það!“ sagði Jónas og fór í vinnuna.
Klukkan 10 fyrir hádegi hringdi dyrabjallan og Magga opnaði. Þar var stúlkan úr Blómabúðinni og hún
rétti Möggu tólf gullfallegar rauðar rósir með ástarkveðju frá Jónasi.
lukkan eitt eftir hádegið kom sendill úr Súkkulaðibúðinni með eitt kíló af uppáhaldskonfektinu hennar Möggu og ástarkveðjur frá Jónasi.
Seinna um daginn kom konan í Kjólabúðinni með nýtísku ballkjól frá einu stóru tískuhúsanna í París
og ástarkveðjur frá Jónasi.
Þegar Jónas kom heim beið Magga eftir honum með óþreyju. „Veistu hvað, Jónas? Fyrst blóm, svo
konfekt og síðan þessi frábæri kjóll – ég held að þetta sé besti Fyrsti vetrardagur sem ég hef upplifað!“