Starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins fann koparlampa, dag nokkurn þegar hann var á leið heim úr vinnunni. Hann strauk af lampanum og skyndilega birtist andi sem býður honum þrjár óskir. “Ég vildi óska þess að ég ætti ískaldan bjór,” segir hann við andann. Púff! Og bjór birtist.

Næst segir maðurinn: “Ég vildi óska þess að ég væri staddur á hitabeltis eyju, umkringdur fallegum konum.” Púff! Og hann er staddur á eyju, umkringur fallegu kvenfólki.

“Þetta er lífið,” hugsar maðurinn. “Ég vildi óska þess, að ég þyrfti aldrei að vinna framar.” Púff! Og hann var staddur við skrifborðið sitt í Vinnueftirlitinu!<br><br><p align=“center”><a href="http://www.jol.is“>
<img src=”http://www.hugi.is/img/logo_jol.gif“ border=”0“>
<br>Bráðum koma jólin…</a>
<b><font color=”black“ size=”5">AlmZi</font></b></p