
Fallhlífarstökk...
Blindur maður var að lýsa uppáhaldsíþróttinni sinni - fallhlífarstökki. Þegar hann var spurður hvernig í ósköpunum hann færi að þessu, svaraði hann: “Mér er bara stillt upp í dyrunum og sagt hvenær ég á að stökkva. Hendin á mér er líka sett á hringinn, svo ég þurfi ekki að leita að spottanum þegar kemur að því að opna fallhlífina.”
“En hvernig veistu hvenær þú átt að opna fallhlífina?” var hann spurður.
“Ég hef alveg ótrúlegt lyktarskyn, þegar ég finn lyktina af jörðunni og gróðrinum, þá er kominn tími til að opna fallhlífina.”
“En hvernig veistu hvenær þú átt að lyfta fótunum rétt áður en þú lendir, svo þú fótbrotnir ekki?”
“Óó, það er nú ekkert mál. Það kemur slaki á hundaólina.”<br><br><p align=“center”><a href="http://www.jol.is“>
<img src=”http://www.hugi.is/img/logo_jol.gif“ border=”0“>
<br>Bráðum koma jólin…</a>
<b><font color=”black“ size=”5">AlmZi</font></b></p