Maður nokkur kemur heim úr vinnunni og sér að hundurinn hans er með kanínu nágrannans í kjaftinum. Kanínan er náttúrulega steindauð og hann fær algjört sjokk þar sem hann vill nú síst af öllu fá nágrannana upp á móti sér.
Svo hann tekur drulluskítuga og nagaða kanínuna, þrífur hana og setur hana aftur í búrið og vonar að þannig haldi nágranninn að kanínan hafi dáið af eðlilegum orsökum.
Nokkrum dögum seinna er nágranninn í garðinum og byrjar að spjalla. Allt í einu segir hann: “Varstu búinn að heyra að kanínan okkar dó um daginn?”
“Um, u, nei,” segir hann vandræðalega, “hvað gerðist?”
Við fundum hana bara dauða í búrinu sínu einn daginn,“ segir nágranninn, ”en það skrýtna er, að daginn eftir að við jörðuðum hann í bakgarðinum, þá gróf einhver hana upp, þreif hana og setti hana aftur í búrið. Það hlýtur að vera virkilega sjúkt fólk hérna í hverfinu!“<br><br><p align=”center“><a href=”http://www.jol.is“>
<img src=”http://www.hugi.is/img/logo_jol.gif“ border=”0“>
<br>Bráðum koma jólin…</a>
<b><font color=”black“ size=”5">AlmZi</font></b></p
