Það var einu sinni önd sem gekk inn á bar. Hún fór að barnum og spurði barþjóninn: Heyrðu… áttu nokkuð kex? Barþjónninn svarar undrandi: Nei við erum nú ekki með kex hérna. Núh, hver andskotinn, segir öndin og labbar út. Daginn eftir kemur öndin á barinn, labbar að barþjóninum og spyr hann: Heyrðu… áttu nokkuð kex? Barþjónninn svarar frekar pirraður: Nei! Við seljum ekki kex! Ég er búinn að segja þér það! Núh, hver andskotinn… segir öndin og labbar út. Þriðja daginn kemur öndin á barinn, labbar að barþjóninum og spyr hann: Heyrðu… áttu nokkuð kex? Og nú svarar barþjónninn alveg brjálaður! NEI! Við seljum ekki kex hérna!! Og hef þú heldur ekki kjafti þá negli ég saman á þér gogginn!! Núh, hver andskotinn… segir öndin og labbar út. Fjórða daginn kemur öndin á barinn, labbar að barþjóninum og spyr: Heyrðu… áttu nokkuð nagla? Barþjónninn verður frekar undrandi og svarar: Nei… við erum nú ekki að selja nagla hér. Núh, hver andskotinn, segir öndin og segir: En heyrðu… áttu nokkuð kex………?