héddna, ég mundi allt í einu eftir þessum brandara þegar ég las ljóskan og brúnkan eftir daywalker…

Einu sinni var maður sem var að fara að stökkva fram af brú. Þá kom maður sem spurði hvað hann væri að gera svo maðurinn svaraði:
Æih, ég er fréttamaður sem fær aldrei neinar fréttir svo ég á mér enga framtíð og ég ákvað að fyrirfara mér með því að stökkva fram af þessari brú. Þá sgði hinn maðurinn: Best ég stökkvi með þér því ég er leikari sem kann ekki að leika. Rétt í þessu kom annar maður sem heyrði samtal þeirra og spurði hvort hann mætti ekki vera með að stökkva því hann var misheppnaður söngvari. Fréttamaðurinn og leikarinn játuðu því að hann mætti vera með þeim og hann fór upp á brúnina á brúnni til þeirra. Í því kom annar maður sem var að ganga framhjá. Hvað í?!?!?!… sagði maðurinn þegar hann sá þá vera fara að stökkva fram af. Hvað eruð þið að gera þarna á brúarbrúninni? Sko, sagði fréttamaðurinn vandræðalegur á svip, í stuttu máli sagt, við eigum okkur enga framtíð, við erum misheppnaðir í vinnunni. Nú jæja best ég noti tækifærið og stökkvi með ykkur, ég er málari sem kann ekki að mála. Síðan voru þeir að fara að stökkva… 1… 2… og… 3!… allir stukku þeir nema fréttamaðurinn sem hrópaði upp fyrir sig hæstánægður, þessi frétt verður frábær, þrír menn stökkva fram af brú!