Það voru staddir tveir hundar hjá dýralækninum og fóru að tala saman. Af hverju ert þú hér spyr annar hundurinn.
-Ég var í leik við börn og í hita leikins beit ég óvart eitt barnið og það á að lóga mér fyrir það” en af hverju ert þú hér?
-Ég var staddur inn á baði þegar frúin fór í bað og þegar henni varð á að missa sápuna og beygði sig eftir henni hjólaði ég á hana.
Á að lóga þér fyrir það?
-Nei. Nei, bara snyrta klærnar.

_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_ =_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_
Svo vora það eitt sinn 2 lögfræðingar sem voru í safari ferð í Tansaníu. Þeir lögðu bíl sínum og fóru svo að ráfa um svæðið. Allt í einu löbbuðu þeir fram á stórt og mikið ljón, ljónið leit á þá og stóð upp og gerði sig líklegt til að ráðast á þá. Þá hóf annar lögfræðinganna að klæða sig úr þungum stígvélunum og hinn leit undrandi á hann, “hvað ertu að gera maður?” spurði hann. Hinn svaraði “við verðum að hlaupa að jeppanum og ná í riffil” hinn leit skelfingaraugum á hann og sagði “ertu brjálaður maður? Við náum aldrei að hlaupa þangað ljónið nær okkur” þá sagði hinn “ég veit það vinur minn en ég þarf bara að hlaupa hraðar en þú”.
_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_=_= _=_=_=_=_=_=_=_=_=_
Á hippatímabilinu svonefnda gaf karlkyns blómabarn einni vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf. Og þar sem þessi friðelskandi náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað “gleðileg jól” á aðra buxnaskálmina en “gleðilegt nýár” á hina.
Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:
Kæri Óli. Vertu velkominn á milli jóla og nýárs. Þín Nína.