Bóndi nokkur átti um 200 hænur en engan hana og var því í stökustu vandræðum því hann ætlaði að hefja sölu á kjúklingum. Bóndinn heimsótti næsta bóndabýli og keypti hana að nafni Kiddi sem sagt var að gæti þjónað öllum hænunum vandræðalaust. Kiddi kostaði offjár en bóndanum fannst það þess virði. Um leið og Kiddi kom á bóndabæinn þaut hann beint inn í hænsnahópinn. Haninn negldi hverja hænuna á fætur annarri, þrisvar ef ekki fjórum sinnum og bóndinn trúði vart sínum eigin augum. Stutu síðar heyrði bóndinn mikinn buslagang hjá gæsunum og Kiddi var þá tekinn til starfa meðal þeirra. Seinna lagði hann lag sitt við allar endurnar og um kvöldið var hann farinn að elta dúfur og svani. Bóndinn bjóst við að Kiddi myndi keyra sig út og detta dauðr niður á miðnætti.
Þegar bóndinn vaknaði daginn eftir kom hann að Kidda þar sem hann lá stjarfur á bakinu úti á miðju túni og hrægammar dóluðu yfir honum. Bóndanum fannst þetta hræðilegt að missa þennan litríka og dýra hana sem hafði aldeilis gert sitt gagn. “Elsku Kiddi,” sagði bóndinn og tók niður húfuna. “Sjáðu hvað þú hefur gert sjálfum þér. Þú hefðir átt að fara aðeins hægar í sakirnar.”
Kiddi opnaði þá annað augað, benti með hausnum í áttina að hrægömmunum og sagði: “Sssshhhh. Hafðu hljótt. Þeir eru að nálgast.”
.ZeLLa.