Jónas og Guðmundur voru góðir vinir. Þeir ræktuðu saman kartöflur, plöntuðu trjám, spiluðu saman um helgar og fóru stöku sinnum saman á hverfiskrána. Báðir voru giftir. Jónas átti sjö börn, en Guðmundur á aðeins eitt, þó þeir hefðu verið giftir í svipaðan tíma.

“Segðu mér, Guðmundur minn,” sagði Jónas, “hvernig ferðu að því að eiga bara eitt barn á sama tíma og ég er búinn að eignast sjö?”

“Jú, sko, ég nota örugga tímabilið,” sagði Guðmundur.

“Örugga tímabilið?” segir Jónas, “hvenær er það?”

“Annan hvern þriðjudag þegar þú ert á Lions fundi.”


————————————————- ——————————-
Magga: Æi, gerðu það.

Jónas: Nei. Láttu mig vera.

Magga: Þú ert ekkert lengi að þessu.

Jónas: En ég get ekki sofnað á eftir.

Magga: Ég get ekki sofið nema þú gerir þetta.

Jónas: Af hverju læturðu þér detta svona í hug um miðja nótt?

Magga: Af því að ég er HEIT og BLAUT.

Jónas: Þú verður heit og blaut á ólíklegustu tímum.

Magga: Ef þú elskaðir mig, þá þyrfti ég ekki að biðja þig.

Jónas: Ef þú elskaðir mig, þá tækir þú meira tillit til minna þarfa.

Magga: Þú elskar mig ekki lengur.

Jónas: Jú víst, en eigum við ekki að sleppa þessu í nótt.

Magga: (snökt-snökt)

Jónas: (aaaææííí) Allt í lagi, ég skal gera þetta.

Magga: Hvað er að? þarftu vasaljós?

Jónas: Ég finn hann ekki.

Magga: Æi, í Guðanna bænum, reyndu að þreyfa þig áfram.

Jónas: Hana! Fann hann. Ertu nú ánægð?

Magga: Ó, Guð, já!

Jónas: Og næst þegar þú vilt hafa gluggann opinn, þá getur þú opnað hann sjálf!