Hjón voru að fara út að djamma til að halda uppá afmæli konunnar. Þegar þau eru að gera sig klár til brottfarar, skýst köttur inn í húsið. Í sömu andrá kemur leigubíllinn.

Þau vildu auðvitað ekki að ókunnugur köttur hlypi um allt hús á meðan þau voru í burtu, svo maðurinn fer aftur inn til að ná honum, en konan fer í leigubílinn.

Konan vildi auðvitað ekki heldur að leigubílstjórinn vissi að húsið væri tómt, svo hún segir:
“Hann kemur eftir smá stund, hann er bara að kveðja mömmu.”

Nokkrum mínútum seinna kemur maðurinn inn í bílinn:
“Afsakið hvað ég var lengi, helvítis kvikindið var búið að skríða undir hjónarúm.. þurfti að pota með herðatré undir rúm til að ná helvítinu undan!”