Ljóska kom á bókasafnið og sagði: „ég fékk lánaða bók í síðustu viku og hún er alveg ferleg. Það er enginn söguþráður og alltof mörg nöfn talin upp.“ Afgreiðslukonan áttaði sig strax og kallaði í forstöðukonuna sem sat þar rétt hjá: „Helga, konan sem tók símaskránna er hérna.“


—————————–


Hér í Mosfellsbænum er einn nágranni minn með fallega retriever tík sem heitir Lotta. Sonur hans, hann Siggi litli bað mömmu sína um að fá að fara með Lottu út að leika. Móðir hans sagði að hann fengi ekki að fara með Lottu út því hún sé á lóðarí.



„Mamma, hvað er lóðarí?“ Spurði Siggi litli. Mamma svaraði: „Farðu niður í kjallara og spurðu hann pabba þinn.“



Siggi litli fór til pabba síns og sagði við hann. „Mamma sagði að Lotta sé á lóðarí og hún þarf að komast út. Hún sagði að þú ættir að sjá um það.“



Pabbi vætti tusku með bensíni og smurði því á afturenda Lottu og sagði við Sigga litla. „Nú geturðu farið út með Lottu.“



Nokkrum mínútum seinna kemur Siggi litli heim aftur og mamma spyr: „Hvar er Lotta?“



„Hún varð bensínlaus og hundurinn hans Óla er að ýta henni áfram.“



—————————


Eldri hjón komu nýlega inn á McDonalds og pöntuðu BigMac með gosi á tilboði. Þau skiptu öllu í tvennt, fengu aukaglas og skiptu gosinu á milli sín. Maðurinn byrjaði að borða en konan sat og horfði á. Stúlka sem var að þrífa stóðst þetta ekki og spurði hvort hún mætti ekki gefa þeim annan skammt svo þau þyrftu ekki að skipta þessu á milli sín.



Gamli maðurinn svaraði: „Við erum búin að vera gift í 50 ár og við höfum alltaf deilt öllu á milli okkar. Við breytumst ekki úr þessu.“ Stúlkan spurði konuna næst hvers vegna hún borði ekki og gamla konan svaraði: „Hann er að nota tennurnar, það kemur að mér þegar hann er búinn.“