Frú Sigríður hringdi í lögregluna: “Halló, er þetta hjá lögreglunni ? Viljið þið gjöra svo vel að koma hérna strax!” “Nú hvað er að ?” spyr lögregluþjónninn. “Það hangir einhver ömurlegur blaðburðarstrákur í trjágrein úti í garði og stríðir aumingja litla séfferhundinum mínum.”


Frú Sigríður hringdi í slökkviliðið: “Já er þetta hjá slökkviliðinu ? Frú Sigríður heiti ég, Grundargerði 56. Ég var að enda við að gróðursetja sumarblómin í garðinn hjá mér….”

Er kviknað í hjá þér ?“

”… sum þeirra sérpöntuð að utan. Og svo er það auðvitað limgerðið mitt, sem ég var að enda við að láta klippa….“

”Frú Sigríður, þetta er á slökkvistöðinni, ekki garðyrkjufélaginu !“

”Já ég veit, það er nefnilega kviknað í hérna í næsta húsi og ég ætla að biðja ykkur að láta það ógert að vaða yfir garðinn minn þegar þið komið að slökkva eldinn."