Jólasaga

Ekki fyrir löngu, á mælihvarða jólanna, kom uppá svolítið vandamál.

Jólasveinarnir voru flestir komnir til byggða að sinna sínum
uppáhalds erindum. Í helli sveinanna voru hins vegar veikindi og
kertasníki sem síðastur kemur á aðfangadag gekk illa að fá aðstoð við að undirbúa sig til ferðar. það styttist í að sveinki þurfti að drífa sig af stað, hann var orðinn frekar stressaður.
Grýla kom í heimsókn sem hafði ekki önnur áhrif en að stressa
sveinka enn meira upp. Hinir bræðurnir höfðu tekið vélsleðana sem
voru í lagi og sá síðasti var bilaður. Hreindýrin voru uppi á
eyjabökkum og hreindýrasleðinn hafði ekki fengið neitt viðhald í 17
ár.
Með nokkur farlama hreindýr, fyrir sleðanum, sem ekki nenntu í burt
vegna elli, fór sveinki að hlaða á sleðann sem brast undan þunganum
og allt fór út um allt.
Kertasníkir æddi inn til að fá sér hálfkaffi (viskí og kaffi). Hann
komst að því að einhver hafði drukkið viskíið og ekkert annað var
til. Kaffibollinn fór í gólfið og brotnaði þannig að brotin fóru um
allt gólf. Þegar hann ætlaði að sópa sá hann að mýsnar höfðu nagað
hárin af kústinum.
Þá er bankað á hellisdyrnar, í brjáluðu skapi strunsar sveinki til
dyra. Fyrir utan stendur engill með jólatré. “Hvar vilt þú að ég
setji tréð?” segir engillinn.

Og þannig kom það til, vinir mínir, að engillin er á toppi
jólatrésins.

*jóla*
lakkris