Gamall maður kemur inn á troðfulla biðstofu læknisins. Konan í afgreiðslunni, ritarinn, spyr hvort hún geti eitthvað aðstoðað hann:

“Það er eitthvað að typpinu á mér,” svarar hann.

Vandræðalega, hvíslar ritarinn: “Þú ættir ekki að segja svona fyrir framan fulla biðstofu af fólki.”

“Af hverju ekki? Þú spurðir, ég svaraði,” segir sá gamli.

“Af því..” segir ritarinn. “Þú gætir gert fólk vandræðalegt. Þú hefðir getað sagt að það væri eitthvað að þér í eyranu og rætt þetta síðan við læknirinn í betra tómi.”

Maðurinn labbar út, bíður í nokkrar mínútur og kemur aftur inn. Ritarinn brosir góðlátlega til hans: “Get ég aðstoðað þig herra minn?”

“Það er eitthvað að eyranu á mér!” segir hann.

Ritarinn kinkar kolli til samþykkis, “og hvað er að því?”

“Get ekki pissað með því.”
.