Einu sinni voru Reykvíkingur,Hafnfirðingur og Akureyringur sem áttu að fara í geimferð í 3 ár og þeir máttu taka með sér 100 kg. af einhverju á mann.
Reykvíkingurinn tók konuna sína með,Akureyringurinn tók með sér 100 kg. af bókum og Hafnfirðingurinn 100 kg. af sígarettum.
Eftir 3 ár komu þeir heim og Reykvíkingurinn steig út með konunni sinni og 3 börn,Akureyringurinn kom næst og var orðinn rosa gáfaður og seinast kom Hafnfirðingurinn og spurði “Á einhver eld”?