Sá einhver Eddie Izzard þegar hann kom til Íslands í kringum 96? Hann er allavega gífurlega fyndinn uppistands-maður.

Ég hef verið að horfa á nokkrar spólur með þessum breska klæðskiptingi, dress to kill, glorious, definite article (sýningin sem hann hélt á Íslandi) og amnesty international sýningu er kallaðist: We know where you live, live.

Mér fannst Dress to kill fyndnust en hún er tekin í San Francisco árið 1998, annars voru hinar ósköp fyndnar líka.

Svo hefur hann leikið í myndunum Mystery men (þá var hann leiðtogi “the disco boys” eða eitthvað þannig) og í Velvet Goldmine!

Góðu fréttirnar eru þær að hann er á leiðinni til Íslands aftur! á túr sem byrjar einhvern tímann árið 2003! Jibbí jei.