Jónas landkönnuður var staddur í frumskógum Amazon, vopnlaus, umkringdur blóðþyrstum flokki Indíána. Hann horfði í kringum sig, mat stöðuna og sagði „Guð minn góður, nú er ég í djúpum skít.“

Þá kom allt í einu skær ljósgeisli frá himnum og djúp rödd sagði „Nei, Jónas minn, þú ert ekki í djúpum skít. Taktu upp steininn sem er við hliðina á þér og berðu honum í höfuðið á höfðingjanum sem stendur beint fyrir framan þig.“

Jónas vildi auðvitað þóknast Guði, svo hann tók upp steininn og notaði hann til að mola hausinn á foringja Indíánanna. Þegar því var lokið stóð hann lafmóður og kófsveittur með blóðugan steininn yfir líki höfðingjans. Á móti honum stóðu yfir eitt hundrað furðu lostnir Indíánar.

Nú heyrist sama röddin aftur. „Jæja Jónas minn … NÚ ertu í djúpum skít!“